Færsluflokkur: Bloggar

Marorka vinnur umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2008

Góðar fréttir í öllu ruglinu.

Marorka er að gera ótrúlega flotta hluti akkúrat í þessum geira.

Hægt að lesa meira um þetta á MarineEnergyManagement og Marorka.com

Til hamingju með árangurinn


mbl.is Björk: Íslendingar eiga að styðja umhverfisvæn grasrótarfyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Netnörd í pólitískri útlegð

Ég er búinn að halda úti síðu frá ´97 og seinustu 2 árin hefur hún verið á ensku. Eftir að hafa lesið Draumalandið þá bara gat ég ekki lengur bælt niður tjáningarþörfina varðandi íslenska pólitík, en í staðin fyrir að þreyta vinnufélaga mína og aðra enskumælandi vini, þá ætla ég að finna þessu þrasi heimili á MBL blogginu.

Ég flutti til London núna fyrir tæplega ári síðan og hef því fylgst með pólitíkinni úr fjarlægð, en Rás 2 hljómar reglulega hérna í Bermondsey Street auk þess sem RÚV og vefmiðlarnir þjóna upplýsingaskyldunni ágætlega. Það sem mér finnst samt skemmtilegast er að renna yfir þessi fréttatengdu blogg sem hafa sprottið uppx2 á síðkastið og eru skrifuð af góðum pennum.

Sem netnörd þá er ég mjög hrifinn af því hvernig fólk með skoðanir er að nýta þennan óritstýrðan farveg fyrir gagnrýna umræðu um þjóðfélagsmál. Sem félagshyggjumaður með fullt af skoðunum ætla ég líka að ausa mínum pælingum með í hrúguna óháð því hvort einhver nenni að lesa þetta.

Fyrsta nettengda pólitíska pælingin sem olli því að ég stofnaði þetta svæði eftir að hafa lokað Draumalandinu tengist netnotkun þingmanna og samskiptum við þegnana. Ég þekki persónulega allnokkra þingmen í dag (4 seinast þegar ég taldi) sem tilheyra yngri kynslóðinni og flest þeirra halda úti bloggi af mis miklum metnaði (ég hannaði m.a. eitt þeirra). Það sem mér finnst samt vanta sárlega er gagnvirkari miðill þar sem þingmenn birta fyrirspurnir og svarað þeim. Eftir óformlega yfirferð þá eru einu þingmennirnir sem ég gat fundið með opið fyrir athugasemdir á færslur sínar þeir félagar Össur og Mörður. Endilega leiðréttið mig ef það eru fleiri hugrakkir þingmenn sem gera slíkt hið sama. Ég væri persónulega alveg til í að sjá svæði á Alþingisvefnum þar sem við gætum fengið að heyra skoðanir þingmanna á hinum og þessum málum sem kjósendum liggja á hjarta.

Þó Bretarnir séu afturábak í  flestu sem við kemur netvæðingu, þá er ég samt mjög hrifinn af http://www.mysociety.org þar sem lundúnabúar geta haft samskipti við breska þingmenn gegnum óháðan aðila. Það sem hefur gerst með þessa vefsíðu er að annaðhvort taka þingmennirnir þátt og svara spurningum kjósendanna eða þá að þeir lenda í kuldanum. Það væri gaman að setja upp sambærilegt verkefni heima fyrir kosningarnar þar sem einstaka þingmenn gætu tjáð sig um stefnumálin og svo væri hægt að fylgjast með því hvernig þeim gengi að fylgja loforðunum eftir á kjörtímabilinu. Það mætti svo skoða svipaðar pælingar og Google hefur verið að kynna varðandi formúlu sem gæti spáð fyrir um hversu sennileg loforð stjórnmálamanns eru.


Um bloggið

Gommit

Höfundur

Finnur Pálmi Magnússon
Finnur Pálmi Magnússon
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband